Enn annað dæmi um þingmenn sem mættu hverfa!

 

Hvað er að? Hvar er yfirstjórnin? Að eyða dýrmætum tíma alþingis í svona heimsku! Ef svona vinnubrögð myndu koma fram í einkageiranum þá væri hausinn fljótur að fjúka.. Tilhvers borgum við alþingismönnum sem hafa ekkert við tíma sinn að gera annað en að vera finna upp eitthvað heimskulegt málefni til að reyna að réttlæta tilveru sína ??

Kolbrún Halldórsdóttir sendi eftirfarandi fyrirspurn á heilbrigðisráðherra:

Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um aðgreiningu kynjanna við fæðingu.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



    1.      Hvernig hefur sú hefð mótast á fæðingardeildum opinberra sjúkrastofnana að nýfædd stúlkubörn eru klædd í bleikt en drengir í blátt og þeir auðkenndir með bláum armböndum og stúlkur með bleikum?
    2.      Telur ráðherra koma til greina að þeirri hefð verði breytt á þann veg að nýfædd börn verði ekki aðgreind eftir kyni með bleikum og bláum armböndum og að þau verði framvegis klædd í hvítt eða aðra kynhlutlausari liti?

 

Þessi orð tala fyrir sig sjálf.

Doktorinn

 

http://www.althingi.is/altext/135/s/0318.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfilegt að horfa upp á þetta. FINNA SÉR EITTHVAÐ AÐ GERA! Mæli með að Kolbrún finni sér aðra vinnu, t.a.m að vinna á 12 tíma vöktum uppi á Kárahnjúkum á 26 tonna gröfu til að "leiðrétta" kynjahlutfallið. Hún er óþolandi þessi mismunum á kynjunum, réttast væri að setja á kynjakvóta á Kárahnjúka!

Höddi (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:30

2 identicon

Eitt sem ég var að spá í ef börn verða klædd í hvít föt er þá ekki verið að hampa hvíta manninum sem yfirburðar kyni?

Benni (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband